Heimasaumaður Meitai - leiðbeiningar

Heimasaumaður Meitai burðarpoki a la Jóhanna.

Ég er byrjandi í saumaskap svo þetta ættu að vera idiot-proof leiðbeiningar. Ég vona alla vega að þetta sé einfalt og skýrt.

Ég er búin að sauma 3 svona poka og þeir virka alveg æðislega vel bæði til að binda framan á sig og á bakið. Við notum Meitainn til dæmis alltaf til að svæfa þegar snúllan okkar rífur sig upp um miðja nótt.

Meitai er hægt að nota frá ca 4-5 mánaða til 3 ára eða jafnvel lengur!

 

A. Velja þarf efni. Þú þarft: Burðarefni, skrautefni, vattefni og þráð í réttum lit. Burðarefnið þarf að vera sterkt og án teygju. Mér finnst langbest að nota slétt flauel, því það er sterkt og líka svo mjúkt og kósý fyrir barnið. Flauelið er frekar dýrt en stundum er hægt að finna bút í afsláttarhorninu eða það sem er enn betra er að finna gamla flauelisgardínu. Burðarefnið þarf að vera ca 160 x 120 cm. Skrautefnið eða það sem þú vilt að snúi fram getur verið hvaða efni sem er. Þú þarft 60x50 cm af skrautefni. Eins þarftu vattefni (einnig má nota gamalt flísteppi) ca 60x50 cm.

B. Klipptu niður efnið í burðarstykkið x2 (burðarefni og skrautefni), mjaðmarbönd x2 (burðarefni) og axlarbönd x2 (burðarefni). Sjá mynd 1-3.

1

 2

3 

C. Nú er að byrja á því að sauma saman mjaðmarböndin. Þú brýtur efnið í tvennt (rangan út) og saumar meðfram öllum hliðum, líka lokuðu hliðinni (það er gert svo bandið snúist ekki). Skildu beina endann eftir opinn. Þegar þú ert búin að sauma þá snýrðu böndunum á réttuna. Sjá mynd 4.

4

D. Nú þarf að sauma axlarböndin. Þú gerir alveg eins og með mjaðmarböndin. Þegar þú ert búin að sauma meðfram hliðunum þá festiru vattefnið 12 cm frá toppi (opni endinn). Ég festi það meðfram báðum hliðum. Að því loknu snýrðu axlarböndunum á réttuna. Nú seturðu 2 sauma niður eftir axlarbandinu þar sem vattið er undir. Sjá mynd 5-8.

5

6

7

8 

E. Nú saumarðu böndin föst við burðarstykkið. Passaðu að sauma þau föst við rönguna. Þú þarft að sauma kassa með krossi í og fara tvisvar ofan í saumanna. Mikilvægt er að þessi kassa-kross saumur sé sterkur því hann þarf að halda þunganum. Mjaðmarböndin eru saumuð neðst á burðarstykkið og axlarböndin að ofan. Passaðu að hafa nóg bil frá endanum á burðarstykkinu til að geta faldað í lokin ss hafa kassana frekar innarlega. Sjá mynd 9-11.

 

9

10

 11

F. Skrautefnið er nú lagt á röngunni ofan á réttu hliðina af burðarefninu (þannig að rétta hliðin á báðum efnum liggja saman). Nú eru efnin saumuð saman en skilin eftir göt þar sem böndin liggja. Sjá mynd 12.

12

 12b 

G. Vattefnið er nú klippt niður og tyllt efst í burðarefnið. Sjá mynd 13.

13

H. Þá er öllu saman snúið við. Draga þarf böndin út um viðeigandi gat. Mynd 14.

14

15a 

15 

K. Götin við axlar og mjaðmaböndin eru nú földuð inn og saumuð niður. Mynd 16.

16 

L. Að lokum eru settir 3 saumar á efri hlutann á pokanum (þar sem vattið er undir). Mynd 17.

17

M. Voila! Meitai pokinn er tilbúin til notkunar! mynd 18-19.

18

 19 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband